Villarreal varð í kvöld Evrópudeildarmeistari eftir sigur á Manchester United eftir ótrúlega vítaspyrnukepnni. Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst sem birt voru eftir leik.
Gerard Moreno kom Villarreal yfir á 29. mínútu í kvöld. Edinson Cavani jafnaði svo eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Þeir gulklæddu unnu loks 11-10 eftir magnaða vítaspyrnukeppni. David De Gea, markvörður Man Utd, var sá eini sem klikkaði á spyrnu í kvöld.
Hér má sjá nokkuð af því sem Twitter-samfélagið hafði upp á að bjóða eftir leik.
Drullastu heim til Spánar money grabbing whore David De Gea. NÚNA.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 26, 2021
Afhverju reyndi De Gea ekki að tala við þá fyrir vítin og taka þá á taugum…
— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 26, 2021
Litla kvöldið. Göngum frá KR í Skjólinu og David De Gea á verstu mögulegu vítaspyrnukeppni sem markmaður getur átt og klúðrar Evróputitli fyrir United. Betra en afmælið mitt.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) May 26, 2021
Rosaleg hræðsla í Man Utd liðinu í kvöld. Í boðvangnum og innan vallar. Leiðin á toppinn er enn býsna löng. #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) May 26, 2021
Emery alveg hatar evrópudeildina
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) May 26, 2021
Hæ. Á einhver lausan sófa í Köben sem ég fæ að gista á? 😔 https://t.co/4XKI3fGMZQ
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) May 26, 2021