fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Eiður Smári um fjarveru Hannesar: „Fyrirsögnin var óljós og hún gat sett spurningarmerki“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 11:19

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands síðustu ára er ekki í leikmannahópi liðsins sem nú heldur í æfingaleiki gegn Mexíkó. Færeyjum og Póllandi.

Fjöldi leikmanna er fjarverandi og eru ástæðurnar margar, meiðsli sóttkví og persónulegar ástæður. Arnar Þór Viðarsson hafði ekki ætlað sér að velja neinn úr íslenska boltanum í hóp sinn.

Þegar fjöldi leikmanna fór að draga sig út úr verkefninu var ljóst að Arnar þurfti að leita á íslenska markaðinn. Staða markvarða breyttist hins vegar ekkert og var því ákveðið að Hannes Þór yrði ekki í hópnum.

Kári Árnason átti að vera í hópnum en dróg sig út en Birkir Már Sævarsson fer með í verkefnið. „Við ræddum við alla þessa þrjá fyrir nokkrum vikum og sögðum þeim að ætlunin væri ekki að velja leikmenn frá Íslandi,“ sagði Arnar Þór á fréttamannafundi í morgun.

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ögmundur Kristinsson og Rúnar Alex Rúnarsson fara í alla leikina en Elías Rafn Ólafsson fer til Bandaríkjanna og Patrik Gunnarsson fer í verkefnin í Færeyjum og Póllandi.

„Það breyttist ekkert með markvarðarstöðuna, Ömmi gat komið og Rúnar gat komið. Það var svo alltaf ætlunin að taka tvo unga, Elías kemur með til Dallas og Patti eftir það. Markvarðarstaðan breyttist ekkert, við töluðum við Hannes bara.“

Fyrirsögnin á Vísir.is um fjarveru Hannesar.

Eiður Smári Guðjohnsen var á fundinum og sagði ummæli Hannesar um málið ekki hafa verið óljós, aðeins fyrirsögn um málið sem birtist á Vísir.is.

„Mér fannst það ekkert óljóst, fyrirsögnin var óljós og hún gat sett spurningarmerki. Þegar þú lest greinina og það sem hann sagði, þá var þetta ljóst. Við áttum gott samtal við Hannes, við ætluðum ekki að velja leikmenn frá Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi fór yfir strikið á samskiptamiðlum: Var alls ekki hrifinn af þessum ummælum – ,,Haltu kjafti, kunta“

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi fór yfir strikið á samskiptamiðlum: Var alls ekki hrifinn af þessum ummælum – ,,Haltu kjafti, kunta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli
433Sport
Í gær

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Brentford og Liverpool – Tsimikas í bakverðinum

Byrjunarlið Brentford og Liverpool – Tsimikas í bakverðinum
433Sport
Í gær

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina