Antonio Conte mun láta af störfum sem þjálfari Inter á næstu dögum, skömmu eftir að liðið varð ítalskur meistari.
Ástæðan er sú að forráðamenn Inter hafa greint Conte frá því að launkostnaður félagsins verði að lækka um 20 prósent.
Stjórinn öflugi vill heldur bæta í hópinn en að skera niður, nú loksins þegar Inter komst aftur í hóp bestu liða Ítalíu.
Conte hefur stýrt Inter í tvö ár en liðið er með mjög stóran hóp og launakostnaðurinn eftir því, stjórn félagsins þarf að skera niður.
Steven Zhang er ekki jafn efnaður og áður og getur því ekki haldið áfram að dæla peningum í félagið.