fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Benedikt í hörðum deilum við Hörð um forgang í bólusetningu – „Situr upp á hóteli í tvær vikur og nennir ekki á svið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. maí 2021 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart tekist á í sjónvarpsþætti 433 sem er iðulega á dagskrá Hringbrautar en var í fríi þessa vikuna. Þátturinn verður aftur á dagskrá Hringbrautar á þriðjudag í næstu viku klukkan 20:00.

Hörður Snævar Jónsson stjórnandi þáttarins og Benedikt Bóas Hinriksson skelltu sér hins vegar í myndver og tóku upp stuttan þátt sem birtist á veraldarvefnum nú rétt í þessu.

Í þættinum var rætt um bólusetningar íþróttafólks í samanburði við hljómsveit Daða og Gagnamagnsins sem hélt í Eurovison á dögunum. Hljómsveitin fékk undanþágu fyrir forgangi í bólusetningu en slíkum erindum hefur ítrekað verið hafnað þegar afreksfólk í íþróttum á í hlut. Málið vakti furðu enda hafði Þórólfur Guðnason talað eins og slíkar undanþágur væru svo til óhugsandi.

Á fréttamannafundi landsliðsins í morgun var rætt um málið. Kári Árnason landsliðsmaður varð að draga sig úr hópi karlalandsliðsins í knattspyrnu, hann er með astma og COVID-19 veiran gæti haft slæm áhrif á hann.

„Þar kom fram að KSÍ og ÍSÍ hefðu sent inn beiðni um að fá forgang í bólusetningu fyrir landsliðið, en þau sitja ekki við sama borð og Daði og söngfuglarnir hans,“ sagði Hörður Snævar Jónsson stjórnandi þáttarins en þáttinn má sjá í heild hér að neðan.

Benedikt Bóas Hinriksson segir það eðlilegasta hlut í heimi að Daði og hans fólki hafi fengið forgang. „Að sjálfsögðu, ég skil það. Íþróttafólk bara skiptir engu máli, það skiptir engu máli,“ sagði Benedikt.

Daði og Gagnamagnið krækti sér í veiruna í Hollandi og fór ekki á svið þegar Eurovison keppnin fór fram, hljómsveitin dvaldi á hóteli sínu og upptaka af æfingu notuð í undanúrslit sem og á aðalkvöldinu.

„Ætlar þú að segja mér að íslenska landsliðið í fótbolta hafi ekki gefið íslensku þjóðinni miklu meira en Eurovison þar sem fólk rennur á rassgatið á hverju ári, vinnur ekki neitt og gerir ekki neitt. Situr upp á hóteli í tvær vikur á kostnað ríkisins og nennir ekki einu sinni að fara upp á svið,“ sagði Hörður Snævar í þættinum en aðeins einn meðlimur hljómsveitarinnar hafði greinst með veiruna úti og hefði hljómsveitin geta stigið á svið án hans en kaus að gera það ekki.

Benedikt var fljótur til svars. „Hvað hefur landsliðið unnið? Komust í átta liða úrslit á EM,“ sagði Benedikt og átti þar við árangur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016.

Hörður telur það frekar merkilegra en þann árangur sem Ísland hefur skilað í hús í Eurovison. „Ætli það sé ekki merkilega en að vera lítill söngfugl á sviði í Evrópu, gera ekkert fyrir land og þjóð.“

Benedikt telur að bólusetja eigi suma íþróttamenn en ekki alla. „Ég vil fá bólusetningu fyrir þá sem eru að fara á Ólympíuleikana. Leikmenn í landsliðinu í dag eru bara úr Pepsi Max-deildinni, lagermenn í Bónus og í kennslu,“ sagði Benedikt.

Hörður telur að íþróttafólk eigi að njóta forgangs þegar kemur að bólusetningu. „Þeir alla vegana fara á sviðið, mæta þó að það vanti einn mann. Ætti íslenska landsliðið að hætta við núna af því að Kári fer ekki með? Eins og Gagnamagnið sem hætti bara við að fara á svið af því að einn var veikur, nenna ekkert á svið.“

Benedikt benti á það að þó að einn vanti í fótboltalið þá sé auðvelt að fylla það skarð. „Þeir fara ekki tíu á völlinn er það?“

Hörður hélt þá áfram að tönglast á sama punkti og áður. „Það vantaði einn dansara á sviðið og þá er atriðið ónýtt, þetta er leikþáttur sem við þurfum að taka fyrir.“

Umræðan hefst eftir 5:30 í myndbandinu hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sannfærður um að metið fræga verði bætt eftir framlenginguna

Sannfærður um að metið fræga verði bætt eftir framlenginguna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi fór yfir strikið á samskiptamiðlum: Var alls ekki hrifinn af þessum ummælum – ,,Haltu kjafti, kunta“

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi fór yfir strikið á samskiptamiðlum: Var alls ekki hrifinn af þessum ummælum – ,,Haltu kjafti, kunta“
433Sport
Í gær

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Í gær

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu