Rúnar Kristinsson mun að öllum líkindum missa metið sitt sem leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands, það gæti gerst á næstu mánuðum. Rúnar lék 104 landsleiki fyrir Íslands en nú narta ansi margir í það met.
Ragnar Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson eru báðir í landsliðshópi Íslands sem er á leið í þrjá æfingaleiki, ljóst er að Birkir mun aðeins bæta einum leik við en hann er í dag með 97 landsleiki. Ragnar Sigurðsson er með 97 leiki og gæti
alla þrjá leikina gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi og þannig komist í 100 leikja klúbbinn.
Birkir Bjarnason er með 95 landsleiki undir belti og gæti farið í 98 leiki í þessu verkefni, Aron Einar Gunnarsson er með leik minna en Birkir og gæti farið í 97 landsleiki.
Mestar líkur eru á því að Birkir eða Aron Einar muni eiga metið á endanum, báðir gefa kost á sér í nánast alla landsleiki og gætu átt nokkur ár eftir.
Það er sögð mikil samkeppni á milli manna að bæta met Rúnars og gæti Ragnar orðið sá fyrsti til að koma því yfir línuna. Hann er án félags í dag en ku vilja halda áfram að spila erlendis og taka þátt af fullum krafti í verkefnum landsliðsins.