Tottenham og Everton eru bæði á eftir Wilfried Zaha, leikmanni Crystal Palace. Zaha hefur verið að reyna að losna frá Palace síðustu tímabil og vill reyna að komast í stærra lið.
Í síðustu félagsskiptagluggum hefur leikmaðurinn verið nálægt því að ganga til liðs við Arsenal og hefur hann sýnt því áhuga að ganga til liðs við þá en Palace hefur haldið fast í stjörnuleikmann sinn.
Samkvæmt Goal hafa nú tvö lið bæst við í baráttuna um kappann en Tottenham og Everton eru sögð vilja krækja í leikmanninn spræka nú í sumar.
Zaha á 2 ár eftir af samningi sínum hjá Crystal Palace og er hann metinn á um 40 milljónir punda.
Everton er talið vera líklegasti áfangastaðurinn samkvæmt Goal en liðið bauð í Zaha árið 2019 sem var hafnað þar sem Palace vildi yfir 80 milljónir punda fyrir vængmanninn. Telur félagið að nú geti þeir fengið hann fyrir minna og ætla að reyna að tryggja sér þjónustu hans fyrir næsta tímabil. Það er þó óvíst hvort að Palace leyfi honum að fara en hingað til hafa þeir hafnað öllum tilboðum í leikmanninn.