Einn tippari var með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum í getraunum og fær hann 1,2 milljónir króna í sinn hlut í vinning.
Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni reyndist tippurum gjöful og þegar upp var staðið voru 9 tipparar með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum. Fær hver tippari um 600 þúsund krónur í sinn hlut.
Athygli vekur að í hinum karllæga heimi tippara eru tveir af vinningshöfunum konur, þar á meðal sú sem vinnur hæsta vinninginn á Sunnudagsseðilinn.