Harry Maguire fyrirliði Manchester United er ansi tæpur fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar, hann hefur verið fjarverandi síðustu vikur.
Maguire er í kappi við tímann og hefur ekkert æft eftir að hafa meiðst fyrir rúmum tveimur vikum gegn Aston Villa.
Hann ferðaðist með til Póllands en liðið mætir Villarreal í úrslitum á morgun. Ole Gunnar Solskjær segir að Maguire muni aðeins skokka á hliðarlínunni í dag á æfingu.
Það er því hæpið að Maguire muni stíga inn á völlinn en Solskjær mun bíða fram á síðustu sekúndu með að taka ákvörðun, mikilvægi Maguire er slíkt.
Solskjær er í dauðafæri á að vinna sinn fyrsta bikar sem stjóri United og er talsverð pressa á honum að klára þennan bikar.
OGS says he expects Harry Maguire to "just going to jog and down the side" at training shortly.
— Simon Stone (@sistoney67) May 25, 2021