Willian vill yfirgefa Arsenal í sumar eftir að hafa verið í ár hjá félaginu, hann kom frítt frá Chelsea síðasta sumar og vill nú aftur þangað.
Willian er 32 ára gamall en hann fór frá Chelsea þegar félagið vildi ekki bjóða honum þriggja ára samning.
Arsenal var klárt í að gera slíkan samning við Willian en hann hefur fengið heimþrá. Sky Sports segir að Willian vilji losna úr rauða hluta Lundúna og aftur í bláa hlutan.
Willian skoraði eitt mark í 37 leikjum á þessu tímabili og er sagður vilja fara, Arsenal er einnig til í að losna við hann.
Fleiri félög gætu reynt að klófesta Willian sem átti góð ár hjá Chelsea.