Þýska blaðið Bild telur það öruggt að Jadon Sancho fari frá Borussia Dortmund í sumar, búið sé að undirbúa kveðjustundina í nokkurn tíma.
Sancho vildi fara til Manchester United fyrir ári síðan en Dortmund stóð fast á sínu, hann hefur náð samkomulagi við stjórn félagsins um að fara í sumar.
Dortmund vill um 75 milljónir punda fyrir Sancho í sumar og telur Bild að Manchester United grípi gæsina og reyni að klófesta Sancho. Ljóst er að fleiri félög gætu látið til skara skríða.
Sancho er 21 árs enskur kantmaður en hann vil komast heim til Englands. Forráðamenn Dortmund ætla að selja Sancho í sumar en ætla að halda fast í Erling Haaland.
Sancho er sagður vilja klára félagaskipti sín áður en Evrópumótið hefst um miðjan júní mánuð.