Þegar enska landsliðið í knattspyrnu fer á stórmót hafa ensku götublöðin ansi gaman af því að skoða konurnar á bak við mennina. Konurnar sem styðja við sína menn.
Gareth Southgate valdi í dag 33 manna hóp sinn fyrri EM en hann mun þurfa að skera hópinn niður í 26 leikmenn í næstu viku.
Frá Heimsmeistaramótinu 2018 er nokkur breyting á eiginkonum leikmanna en þar á meðal er Marcus Rashford stjarna liðsins sem er einhleypur í dag. Hann sleit sambandi við Lucia Loi á dögunum.
Rebecca Cooke unnusta Phil Foden er á leið á sitt fyrsta stórmót en hún og Foden hafa gengið í gegnum erfiðleika í sambandinu, Cooke fyrirgaf Foden frægt framhjáhald hans á Íslandi síðasta haust þegar enska landsliðið var á Íslandi.
Hér að neðan má sjá konurnar sem ensk blöð segja að slái í gegn í stúkunni á Evrópumótinu í sumar.