Á föstudag valdi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hópinn fyrir vináttuleikina þrjá gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi sem fara fram 30. maí, 4. júní og 8. júní.
Hópurinn vakti mikla athygli en stærstu stjörnur okkar Íslendinga ákváðu að gefa ekki kost á sér í þessa leiki. Þar má nefna Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason.
Nú virðist Kári Árnason einnig vera búinn að draga sig úr hópnum ef marka má fréttir Guðmundar Benediktssonar. Gummi fullyrti þetta í hálfleik á Stöð 2 sport en nú er í gangi leikur Víkings og Fylkis.
Ljóst er að þetta er mikill missir fyrir landsliðið en Kári hefur leikið 89 leiki fyrir íslenska landsliðið.