Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson hefur gengið til liðs við FC Schalke 04 í Þýskalandi og mun leika með þeim í 2. Bundesliga á næsta ári.
Hann kemur til þeirra frá SV Darmstadt 98 og skrifar undir tveggja ára samning við þetta þýska stórveldi. Schalke gerðu ekki gott mót á síðasta tímabili en þeir féllu úr efstu deild Þýskalands, Bundesliga.
Í tilkynningu á heimasíðu Schalke kemur fram að liðin hafi ákveðið að gefa ekki upp kaupverðið sem Schalke borgaði fyrir Guðlaug.
Victor #Pálsson to join Schalke from @sv98 on a two-year deal ⚒️
Florian #Flick has signed his first professional deal ✍️#S04
— FC Schalke 04 (@s04_en) May 25, 2021
Darmstadt endaði í 7. sæti í 2. Bundesliga á seinasta tímabili og skoraði Guðlaugur 3 mörk í 21 leik fyrir félagið. Schalke ætlar sér beinustu leið aftur upp í efstu deild og mun Guðlaugur reynast þeim mikill liðsstyrkur.