Enskir stuðningsmenn hafa farið hamförum á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að 33 manna landsliðshópur Englendinga var tilkynntur í dag. Það sem hefur glatt stuðningsmenn mest er það að Eric Dier er hvergi sjáanlegur.
Eric Dier skoraði úr lokavítaspyrnunni gegn Kólumbíu í vítakepnni í 16-liða úrslitum á HM 2018. Þá var Eric Dier hluti af landsliði Englendinga á EM 2016 og skoraði fyrsta mark þeirra á því móti gegn Rússlandi. Dier spilaði í öllum nema einum leik á HM í Rússlandi fyrir þremur árum og fékk fyrirliðabandið í leiknum gegn Belgíu.
Stuðningsmönnum virðist þó alveg sama um það og fögnuðu innilega þegar ljóst var að hann verður ekki með enska landsliðinu í sumar á EM.
No Dier? England gonna win the Euros https://t.co/bjvui89Ovi
— Matt (@Matt_MYano) May 25, 2021
NO ERIC DIER, footballs coming home ! pic.twitter.com/cksmfKSnFP
— Cal Rooks (@cal_rooks) May 25, 2021
We don’t have to watch Eric Dier all summer pic.twitter.com/nhOg8bWR4e
— JG Spurs (@JgSpurs) May 25, 2021