Sky Sports greindi frá stórum tíðindum nú fyrir stuttu þess efnis að Real Madrid muni hlusta á tilboð í Eden Hazard í sumar. Eftir fall ofurdeildarinnar þarf spænska stórveldið að selja leikmenn til þess að eiga efni á því að endurnýja hópinn.
Kylian Mbappe og Erling Braut Haaland eru báðir á óskalista Real. Það er ljóst að þeir verða alls ekki ódýrir, sama þó svo að þeir fengju bara annan þeirra. Madrídarliðið er einnig tilbúið til þess að selja leikmenn eins og Gareth Bale og Luka Jovic í sumar til þess að ná inn fjármagni.
Hazard hefur átt mjög erfitt uppdráttar frá því að hann kom til Real sumarið 2019. Hann mætti of þungur til æfinga og hefur einnig verið mikið meiddur frá komu sinni.
Hér fyrir neðan má horfa á fréttaskýringu Sky Sports í heild sinni.
🚨 BREAKING 🚨
Real Madrid are willing to listen to transfer offers for Eden Hazard this summer pic.twitter.com/jM23vWQSaz
— Football Daily (@footballdaily) May 24, 2021