Manchester United tapaði ekki einum útileik í ensku úrvalseildinni á leiktíðinni sem er nýlokið. Þetta er aðeins í fjórða sinn í sögu deildarinnar sem lið nær slíkum árangri.
Man Utd vann Wolves á útivelli, 1-2, í lokaumferð deildarinnar í gær. Þar með var þessi frábæri árangur staðfestur.
Hin liðin sem hafa náð þessu voru Preson tímabilið 1888-89 og lið Arsenal tímabilin 2001-02 og 2003-04. Þess má geta að lið Arsenal 2003-04 tapaði ekki leik það tímabil yfirhöfuð.
Virkilega vel gert hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins og hans mönnum. Stjórinn tók við liðinu árið 2018 og virðist vera á réttri leið með það. Man Utd mun til að mynda leik í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villarreal á miðvikudag.
Manchester United didn’t lose a single Premier League away game in 2020/2021. It’s just the fourth time a team has gone unbeaten away in English top-flight history:
🔘 Man Utd —2020/2021
🔘 Preston — 1888/1889
🔘 Arsenal — 2001/2002
🔘 Arsenal — 2003/2004Outstanding. 👏👏👏 pic.twitter.com/6DaEHP0BFp
— Statman Dave (@StatmanDave) May 23, 2021