Sérfræðingar Sky Sports hafa valið lið tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni að þeirra mati. Hér neðst í fréttinni má sjá lið Jamie Carragher og Gary Neville.
Carragher valdi engan úr sínu fyrrum félagi, Liverpool. Hann er hinsvegar með tvo leikmenn úr liði erkifjendanna, Manchester United. Þá Luke Shaw og Bruno Fernandes. Þá valdi hann fjóra leikmenn úr liði Englandsmeistara Manchester City.
Neville, sem er goðsögn hjá Man Utd, valdi einnig tvo leikmenn frá sínu gamla félagi. Þá sömu og Carragher. Fjórir leikmenn Englandsmeistara Man City komust í hans lið eins og lið Carragher.
Lið þeirra félaga má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.