Gennaro Gattuso hefur verið rekinn frá Napoli eftir að hafa mistekist að koma liðinu í Meistaradeildina. Þá er þjálfari Sassuolo einnig á förum.
Napoli gerði 1-1 jafntefli við Verona á heimavelli í lokaumferð Serie A í gær. Þar með tókst Juventus að fara upp fyrir liðið og ná síðasta Meistaradeildarsætinu á Ítalíu. Aurelio De Laurentiis, sá skrautlegi eigandi Napoli, hefur ekki sætt sig við það og tekið í gikkinn.
Gattuso stýrði Napoli í tvö tímabil en náði Meistaradeildarsæti í hvorugt skiptið. Hann þarf því að finna sér nýtt starf.
Þá er það einnig að frétta frá Ítalíu að Roberto De Zerbi, stjóri Sassuolo, sé að fara að taka við Shaktar Donetsk í Úkraínu. Fabrizio Romano greinir frá þessu. De Zerbi hefur stýrt Sassuolo síðan árið 2018.