Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var í kvöld útnefndur þjálfari ársins af þjálfarasamtökunum í Bretlandi.
Þetta er í annað skipti sem Guardiola vinnur þessi verðlaun, síðast var það tímabilið 2017/18 þegar Manchester City setti stigamet í deildinni.
Guardiola stýrði liði sínu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni í ár ásamt því að vinna deildarbikarinn. Þá er liðið komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fer fram um næstu helgi gegn Chelsea. Guardiola er því vel að þessu kominn.
Our boss 💙
Congrats to Pep, the @LMA_Managers Manager of the Year! 🏆
🔷 #ManCity | https://t.co/axa0klD5re pic.twitter.com/fVH9Iay1AK
— Manchester City (@ManCity) May 24, 2021