Leicester hafa eytt meiri tíma í Meistaradeildarsæti en nokkuð annað lið síðustu tvö tímabil en samt ekki komist í Meistaradeildina.
Yfir síðustu tvö tímabil hefur Leicester verið í Meistaradeildarsæti í 567 daga en hafa samt bara náð 5. sætinu síðustu tvö tímabil undir stjórn Brendan Rodgers.
Leicester hefur verið í Meistaradeildarsæti þrisvar sinnum lengur en Manchester United sem hefur einungis verið þar í 178 daga en endaði samt í 3. sæti á síðasta tímabili og í 2. sæti þetta árið.
Eftir 29 leiki á þessu tímabili var Leicester 7 stigum frá 5. sæti og í góðum málum með að tryggja sér Meistaradeildarsætið mikilvæga. Þá var liðið einnig 10 stigum á undan Liverpool.
Hér má sjá lista frá Daily Mail um hversu lengi liðin voru í Meistaradeildarsæti í deildinni þetta tímabilið:
Leicester City 242 dagar (enduðu í 5. sæti)
Manchester United 156 dagar (enduðu í 2. sæti)
Liverpool 140 dagar (enduðu í 3. sæti)
Manchester City 131 dagur (enduðu í 1. sæti)
Chelsea 103 dagar (enduðu í 4. sæti)
Everton 63 dagar (enduðu í 10. sæti)
Tottenham 58 dagar (enduðu í 7. sæti)
Aston Villa 32 dagar (enduðu í 11. sæti)
Arsenal 29 dagar (enduðu í 8. sæti)
West Ham 27 dagar (enduðu í 6. sæti)
Southampton 22 dagar (enduðu í 15. sæti)
Newcastle 7 dagar (enduðu í 12. sæti)
Crystal Palace 2 dagar (enduðu í 14. sæti)
Leeds 2 dagar (enduðu í 9. sæti)
Wolves 2 dagar (enduðu í 13. sæti)