Alls greindust sextán með kórónuveiruna í Færeyjum í gær. Knattspyrna þar í landi hefur verið stöðvuð tímabundið. Íslenska landsliðið á að mæta því færeyska ytra í vináttulandsleik í byrjun næsta mánaðar. Nú gæti sá leikur verið í hættu.
Fleiri smit hafa ekki greinst í Færeyjum á einum degi síðan í desember. Öllum leikjum dagsins í færeysku Betri-deildinni hefur verið frestað sem og öðrum knattspyrnuleikjum.
Leikur Íslands og Færeyja er settur þann 4. júní næstkomandi. Tveir aðrir landsleikir fara fram í sama landsleikjaglugga. Ísland mæti Mexíkó þann 30. maí og Póllandi þann 8. júní.
Smelltu hér til þess að sjá landsliðshóp Íslands fyrir verkefnin.