fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Maguire ósáttur við harkalega gagnrýni

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire, viðurkenndi nýlega í hlaðvarpi að gagnrýni frá þeim sem fjalli um leiki liðsins fari í taugarnar á leikmönnum Manchester United.

Harry Maguire hefur verið lykilmaður í Manchester United á tímabilinu og hjálpaði liðinu að tryggja 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni. Maguire missti aðeins af sex leikjum í ensku deildinni og Evrópudeildinni í vetur.

Leikmaðurinn hefur verið mikið gagnrýndur af fyrrum fyrirliða United, Roy Keane, og Robbie Savage síðasta árið og viðurkenndi Maguire í hlaðvarpinu The Overlap að þetta hafi áhrif á leikmenn.

„Já þetta hefur áhrif á menn, ég ætla ekki að sitja hér og ljúga. Allir hafa skoðun,“ sagði Maguire í hlaðvarpinu The Overlap.

„Auðvitað vilja allir heyra þá tala vel um okkur og að allt sé frábært, en það er ekki fótbolti og við verðum að sætta okkur við það.“

„Ég held að þetta hafi áhrif á sjálfstraust leikmanna, sérstaklega hjá þeim sem hlusta mikið á þetta.“

Eftir leik gegn Tottenham í lok síðustu leiktíðar sagði Keane í hálfleik að Maguire og De Gea ætti ekki að vera hleypt inn í liðsrútuna eftir frammistöðu þeirra. Sá leikur endaði 1-1.

„Mér býður við þessu. Ég myndi ekki hleypa þeim í liðsrútuna,“ sagði Keane á Sky Sports.

Þá sagði Savage að Maguire ætti ekki skilið að bera fyrirliðaband klúbbsins eftir 6-1 tap gegn Tottenham.

„United vörnin var úti um allt og það er enginn leiðtogi. Mörkin sem liðið fékk á sig voru virkilega slæm. Harry Maguire sem fyrirliði, í alvöru? Hann er fínn leikmaður en enginn fyrirliði Manchester United. Hann var eins og lítill skólastrákur í vörninni,“ sagði Savage á BT Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“
433Sport
Í gær

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag
433Sport
Í gær

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“