Tottenham kynnti í morgun nýjan búning liðsins fyrir næstu leiktíð. Harry Kane var einn af þeim leikmönnum sem sat fyrir er félagið frumsýndi búninginn. Hann hefur verið sterklega orðaður frá félaginu undanfarið. Þetta gæti verið vísbending um að hann verði áfram.
Kane hefur aðallega verið orðaður við Manchester-liðin, City og United, ásamt Chelsea. Leikmaðurinn vill halda sig innan Englands.
Þessi frábæri framherji skoraði eitt marka Tottenham í 2-4 sigri á Leicester í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hann tryggði sér um leið markakóngstitilinn. Því var velt upp hvort að þetta hafi verið hans síðasti leikur í treyju Tottenham. Nú geta stuðningsmenn hins vegar leyft sér að vona að nýja auglýsingin gefi í skyn að Kane verði áfram.
Hér fyrir neðan má sjá Kane í nýju treyjunni.