Ísak Bergmann Jóhannesson var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping og spilaði allan leikinn er liðið tapaði á útivelli gegn Elfsborg í sænsku deildinni.
Jeppe Okkels skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu eftir hornspyrnu.
Ísak var eini Íslendingurinn í hóp hjá Norrköping í dag en Ari Freyr Skúlason og Oliver Stefánsson eru báðir frá vegna meiðsla.
Norrköping er í 6. sæti deildarinnar með 11 stig eftir níu leiki, níu stigum frá toppliði Malmö.
Elfsborg 1 – 0 Norrköping
1-0 Okkels (´40)