fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Hvað gerir Ronaldo? – „Hef unnið allt sem ég ætlaði mér hjá Juve“

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus þurfti nauðsynlega á sigri að halda á sunnudag og vakti það því mikla athygli þegar Pirlo ákvað að nota Cristiano Ronaldo ekki í þeim leik.

Juventus vann Bologna 4-1 án stjörnuframherjans sem er markahæsti maður deildarinnar og náðu með sigrinum að tryggja sér Meistaradeildarsæti þar sem Napoli gerði jafntefli í sínum leik.

Þetta hefur vakið upp vangaveltur um framtíð Cristiano Ronaldo hjá ítalska stórliðinu. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Manchester United samkvæmt frétt Daily Mail og þá er PSG einnig í umræðunni.

Juventus heldur því fram að Pirlo og Ronaldo verði báðir áfram hjá klúbbnum á næsta tímabili en talið er að Juventus gæti þurft að losa portúgölsku stjörnunna vegna launapakkans.

Í febrúar greindi stjórn Juventus frá því að félagið hefði tapað rúmum 100 milljónum evra á fyrri helmingi tímabilsins vegna Covid-19. Ronaldo fær dágóða summu á viku, fjórfalt meira en sá sem er næst-launahæstur í deildinni. Ronaldo á eitt ár eftir af samningi sínum við Juventus.

Ronaldo setti færslu á Instagram í dag þar sem hann gerði upp tímabilið. Þar segist hann hafa unnið allt sem hann ætlaði sér hjá Juventus:

„Með þessum áfanga, náði ég markmiði sem ég setti mér þegar ég kom til Ítalíu: að vinna deildina, bikarinn og Ofurbikarinn ásamt því að verða markahæstur og valinn besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Ronaldo í færslu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“
433Sport
Í gær

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag
433Sport
Í gær

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“