Brondby er danskur meistari en þetta var ljóst eftir lokaumferðina í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Fyrir umferðina áttu þrjú lið möguleika á titlinum, Brondby, Midthylland og FC Kaupmannahöfn.
Brondby tók á móti Nordsjælland og vann öruggan 2-0 sigur. Christensen og Slimane skoruðu mörk heimamanna. Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn fyrir Brondby.
Midtjylland tók á móti AGF og unnu heimamenn öruggan 4-0 sigur. Evander, Dreyer (2x), Sviathenko skoruðu mörk heimamanna. Mikael Neville Anderson spilaði allan leikinn fyrir Midtjylland.
FC Kaupmannahöfn átti útileik gegn Randers sem endaði 2-1 fyrir heimamönnum. Greve og Egho skoruðu mörk Randers en Fischer skoraði sárabótamark fyrir Kaupmannahöfn í uppbótartíma.
DANSKE MESTRE 2021! 💛💙 pic.twitter.com/6giREMtPUH
— Brøndby IF (@BrondbyIF) May 24, 2021