Forseti Paris Saint-Germain, Nasser Al-Khelaifi, er harður á því að Kylian Mbappe muni vera áfram hjá félaginu. Samningur leikmannsins rennur út eftir næstu leiktíð.
Mbappe skoraði 27 mörk í 31 einum leik í Ligue 1 á tímabilinu. Þá gerði hann 8 mörk í 10 leikjum í Meistaradeild Evrópu. PSG missti þó af báðum titlum. Þeir misstu Frakklandsmeistaratitilinn til Lille og féllu úr leik gegng Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Parísarliðinu tókst þó að sigra franska bikarinn.
Brasilíska stjarnan Neymar gerði nýjan samning við félagið á dögunum. PSG er einnig staðráðið í að halda Mbappe.
,,Það er enginn möguleiki á að Mbappe fari. Ég fullvissa þig um að hann verði áfram hjá PSG. Hann vill vera áfram og er ekki að fara neitt,“ sagði Al-Khelaifi við Canal+.
Þá sagði forsetinn að félagið væri ekki að stressa sig yfir því að leikmaðurinn hafi ekki enn skrifað undir.
,,Við erum mjög róleg, mjög afslöppuð.“