Gabriel, miðvörður Arsenal, þurfti að verða eftir úti á Emirates-vellinum í dag og leita að tönn sem hann hafði misst í fagnaðarlátum.
Arsenal vann 2-0 sigur á Brighton í lokaumferð ensku úrvalseildarinnar í dag. Eftir leik fögnuðu menn saman og varð það til þess að Gabriel missti tönn úr sér á völlinn. Það er eflaust erfitt að leita að tönn á stóru grassvæði og því þurfti leikmaðurinn á aðstoð vallarsstarfsmanna að halda.
,,Gabriel missti tönn þegar leikmenn Arsenal voru að fagna eftir leik og hann er enn úti í rigningunni að leita að henni. Starfsmenn eru að aðstoða hann,“ skrifaði fjölmiðlakonan Vaishali Bhardwaj á Twitter og birti mynd af leikmanninum úti á velli að leita.
Ekki er vitað hvort að tönnin sé enn fundin en við skulum vona það besta.
Gabriel lost his tooth during the Arsenal post-match celebrations and is out here in the rain looking for it. #AFC staff members are also helping him! #ARSBHA pic.twitter.com/NEepRtKfDK
— Vaishali Bhardwaj (@VaiBhardwaj) May 23, 2021