Nokkrir Íslendingar komu við sögu með sínum liðum í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Hammarby í 2-1 tapi gegn Kalmar á útivelli. Lið hans er í sjöunda sæti deildarinnar með 11 stig eftir átta leiki.
Kolbeinn Sigþórsson spilaði sömuleiðis heilan leik fyrir Gautaborg í markalausu jafntefli gegn Djurgarden. Gautaborg er í tíunda sæti með 9 stig.
Hacken vann 3-1 sigur á Varbergs. Óskar Sverrisson var í byrjunarliði hjá sigurliðinu og lék allan leikinn. Valgeir Lunddal Friðriksson sat allan leikinn á varamannabekknum. Hacken er í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig.