Manchester City tók á móti Englandsmeistarabikarnum í dag. Þeir eru löngu orðnir meistarar en eins og hefðin er fór bikarinn á loft eftir síðasta heimaleik liðsins.
Man City setti upp sýningu í tilefni dagsins. Þeir unnu Everton 5-0. Kevin De Bruyne kom City yfir eftir rúmar tíu mínútur. Gabriel Jesus bætti við marki stuttu síðar. Phil Foden skoraði þriðja mark City snemma í seinni hálfleik áður en Sergio Aguero skoraði svo tvö mörk í sínum síðasta leik fyrir Man City.
Fernandinho, fyrirliði liðsins, lyfti svo bikarnum eftir leik. Þetta er fimmti Englandsmeistaratitill liðsins á tíu árum.
Hér fyrir neðan má sjá þegar bikarinn fór á loft.
🥇 86 points
⚽ 83 goals
✋ 19 clean sheetsManchester City are CHAMPIONS! 🏆They lift the Premier League trophy in front of 10,000 fans at the Etihad! 👏 pic.twitter.com/yKRh8gJgip
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 23, 2021