Rio Ferdinand, goðsögn hjá Manchester United og nú knattspyrnusérfræðingur hjá BT Sport, lenti í þeirri ömurlegu reynslu að verða fyrir kynþáttahatri í dag.
Ferdinand var sérfræðingur í kringum leik Wolves og Man Utd á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk 1-2 fyrir United. Á meðan leik stóð hrópaði einn áhorfandi apahljóðum að Ferdinand. Einstaklingurinn var handtekinn og hefur verið færður í varðhald. Ferdinand tjáði sig um málið eftir leik.
,,Ég væri til í að hitta hann og hann bara aðeins,“ sagði þessi fyrrum leikmaður á BT eftir leik. ,,Að refsa fólki án þess að fræða það er ekki rétta leiðin fram á við.“
,,Komdu og hittu mig og ég mun hjálpa þér að skilja hvernig það er að verða fyrir kynþáttahatri,“ var svo meðal þess sem Ferdinand skrifaði á Twitter reikning sinn.
Hér fyrir neðan má sjá bæði þegar Ferdinand tjáði sig um málið í sjónvarpinu ásamt færslu hans á Twitter.
"I'd love to meet up with the fella and just educate him a little bit.
"Punishing people without education isn't the way forward."@rioferdy5 offers his thoughts and feelings on a shameful racist incident at Molineux.
The person in question is in police custody.#DrawTheLine pic.twitter.com/acVqs8ngHB
— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 23, 2021
The last couple weeks, it’s been unreal to see fans back. However
To the Wolves fan who has just been thrown out for doing a monkey chant at me. You need to be dismissed from football & educated. Come meet me & I will help you understand what it feels like to be racially abused!
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) May 23, 2021