fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Lokaumferðin á Englandi fer fram í dag – Baráttan er um Evrópusætin

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 10:45

Fer Liverpool í Meistaradeildina?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram í heild sinni í dag. Titilbaráttan er ráðin og sömuleiðis fallbaráttan. Enn ríkir þó mikil spenna í slagnum um Meistaradeildarsæti sem og um sæti í öðrum Evrópukeppnum.

Það varð staðfest fyrir þó nokkru síðan að Manchester City væri orðið Englandsmeistari tímabilið 2020-2021. Einnig er neglt að nágrannar þeirra í Manchester United munu hreppa annað sætið. Þá eru Fulham, West Brom og Sheffield United öll fallin um deild.

Þrjú lið berjast um síðustu tvö sætin í Meistaradeildinni

Flestra augu munu beinast að Meistaradeildarbaráttunni í dag. Chelsea er í þriðja sæti með 67 stig, Liverpool er í því fjórða með 66 stig og Leicester er í því fimmta, einnig með 66 stig en aðeins verri markatölu en Liverpool. Þetta eru liðin sem eiga möguleika á síðustu tveimur sætunum í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liverpool á án efa þægilegasta verkefnið í dag af þessum liðum. Þeir mæta Crystal Palace á heimavelli. Vinni þeir þar munu þeir að öllum líkindum fara í Meistaradeildina, nema þá að Leicester takist að vinna upp fjögurra marka mun á markatölu liðanna í leik sínum gegn Tottenham. Ólíklegt. Leicester þarf því að treysta á að Liverpool eða Chelsea misstígi misstígi sig og klára svo sitt verkefni gegn Tottenham með sigri. Chelsea á útileik útileik gegn Aston Villa. Vinni þeir þar eru þeir einfaldlega með þriðja sætið tryggt. Geri þeir hins vegar jafntefli eða tapi gætu þeir færst niður í fimmta sæti. Það fer eftir úrslitunum í leikjum Liverpool og Leicester.

West Ham í góðri stöðu í baráttu um Evrópudeildarsæti

Eitt liðanna sem talin voru upp hér að ofan munu þurfa að bíta í það súra epli að fara í Evrópudeildina í stað Meistaradeildarinnar. Að því sögðu þá eru önnur lið fyrir neðan sem munu berjast um sæti í keppninni. Liðið sem endar í sjötta sæti fer, ásamt Liverpool, Leicester eða Chelsea, í Evrópudeildina. Fyrir lokaumferðina er West Ham í langbestu stöðunni hvað það varðar. Þeir eru í sjötta sætinu, með 3 stig forskot á Tottenham og eiga heimaleik gegn Southampton í dag. Jafntefli í þeim leik yrði nóg til að tryggja þeim Evrópudeildarsæti. Tottenham er með betri markatölu svo ef ske kynni að þeir vinni sinn leik og West Ham tapi, fer Tottenham í Evrópudeildina. Everton á tölfræðilegan möguleika á Evrópudeildarsæti en vegna töluvert verri markatölu þeirra miðað við liðin fyrir ofan verður hann ekki tíundaður hér.

Hvaða lið fer í Sambandsdeildina?

Einnig er barist um sæti í Sambandsdeildinni, nýrri Evrópukeppni. Í hana fer liðið sem hafnar í sjöunda sæti. Tottenham er í því sæti sem stendur og eins og farið var yfir hér fyrir ofan þá gæti West Ham einnig sogast þangað niður. Sigri Tottenham sinn leik þá eru þeir með öruggt sæti í Sambandsdeildinni. Everton er í áttunda sæti með jafnmörg stig en mun lakari markatölu. Þeir þurfa því að treysta á að Tottenham misstígi sig og sjálfir að vinna sinn leik gegn Man City á útivelli. Möguleiki þeirra virðist því takmarkaður. Arsenal á einnig möguleika á því að komast í Sambandsdeildina. Þeir eru stigi á eftir Tottenham og Everton. Skytturnar mæta Brighton á heimavelli í dag. Vinni þeir þar á sama tíma og Tottenham og Everton tapa eða gera jafntefli, fer Arsenal í Sambandsdeildina. Leeds á einnig tölfræðilegan möguleika á sæti í keppninni en hann er afar langsóttur vegna markatölu.

Lokaumferðin í heild sinni (Allir leikir hefjast kl. 15)

Arsenal-Brighton

Aston Villa-Chelsea

Fulham-Newcastle

Leeds-WBA

Leicester-Tottenham

Liverpool-Crystal Palace

Man City-Everton

Sheffield Utd – Burnley

West Ham-Southampton

Wolves-Man Utd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“
433Sport
Í gær

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag
433Sport
Í gær

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“