Harry Kane varð markahæsti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann vinnur því gullskóinn í þriðja sinn á ferlinum.
Framherjinn skoraði eitt marka Tottenham í 2-4 sigri á Leicester í dag. Hann lýkur því tímabilinu með einu marki meira en Mohamed Salah hjá Liverpool.
Bruno Fernandes er endaði sem þriðji markahæsti leikmaður tímabilsins með 18 mörk. Heung min-Son er svo með 17 mörk í fjórða sæti. Patrick Bamford og Dominic Calvert-Lewin enduðu jafnir í fimmta til sjötta sæti með 16 mörk hvor.
Kane hefur verið orðaður sterklega frá Tottenham undanfarið. Það verður því áhugavert að sjá hvort hann muni raða inn mörkunum enn á ný á næstu leiktíð, í búningi nýs liðs.