Nú er hálfleikur í öllum leikjum í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Eins og fram hefur komið þá er spennan í baráttunni um Evrópusætin.
Liverpool og Chelsea á leið í Meistaradeildina eins og staðan er
Sem stendur eru Liverpool og Chelsea að fara að fylgja Manchester-liðunum, City og United, í Meistaradeildina. Liverpool leiðir 1-0 gegn Crystal Palace á heimavelli með marki Sadio Mane. Chelsea er undir gegn Aston Villa 1-0 en er áfram á undan Leicester á markatölu. Leicester er að gera 1-1 jafntefli við Tottenham eins og staðan er núna.
West Ham með níu tær í Evrópudeildinni
West Ham er 2-0 yfir gegn Southampton og því allt útlit fyrir það að þeir tryggi sér sjötta sæti (Evrópudeildarsæti). Tottenham er að gera 1-1 jafntefli við Leicester. Þeir þurfa að vinna sinn leik og treysta á að West Ham tapi til þess að komast upp fyrir þá.
Erkifjendurnir berjast um Sambandsdeildarsætið
Tottenham er í sjöunda sæti (Sambandsdeildarsæti) eins og staðan er. Þeir eru einu stigi á undan Arsenal sem er að gera markalaust jafntefli við Brighton. Arsenal þarf að treysta á að Tottenham vinni ekki og á sama tíma ná inn sigurmarki gegn Brighton. Everton átti enn séns á sjöunda sætinu fyrir umferðina en þeir eru 2-0 undir gegn Man City.