Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn og lagði upp mark fyrir Darmstadt í sigri gegn Holstein Kiel í lokaumferð þýsku B-deildarinnar í dag. Þetta var hugsanlega síðasti leikur hans fyrir félagið.
Darmstadt vann 2-3 sigur í dag en Guðlaugur Victor lagði upp markið sem kom þeim yfir í 1-2 á 58. mínútu. Darmstadt endar í sjöunda sæti deildarinnar af átján liðum.
Holstein Kiel þarf hins vegar að fara í umspil við Köln um sæti í Bundesligunni á næsta tímabil. Köln hafnaði í þriðja neðsta sæti efstu deildar.
Guðlaugur Victor hefur verið sterklega orðaður við stórlið Schalke undanfarið og var þetta því hugsanlega hans síðasti leikur með Darmstadt. Schalke átti skeflilegt tímabil í efstu deild á leiktíðinni og verður því í B-deild á þeirri næstu.
Bochum og Greuther Furth fara beint upp í Bundesligunna. Wurzburger Kickers og Eintracht Braunschweig falla í þriðju efstu deild. Osnabruck hafnaði í þriðja neðsta sæti B-deildarinnar og fer því í umspil upp á að halda sæti sínu.