Pep Guardiola, stjóri Manchester City, átti erfitt með að ráða við tilfinningar sínar þegar hann ræddi Sergio Aguero eftir sigurleik gegn Everton í dag.
Manchester City var löngu orðið meistari fyrir leikinn í dag en setti þó upp sýningu og vann leikinn 5-0.
Þetta var síðasti leikur Aguero fyrir félagið eftir tíu farsæl ár. Guardiola ræddi leikmanninn í viðtali við Sky Sports eftir leik.
,,Við elskum hann svo mikið. Hann er sérstakur fyrir okkur öllum. Hann er svo góður. Hann hjálpaði mér mikið, svo góður.
Guardiola segir að það sé ómögulegt fyrir Man City að fylla í skarð Aguero. ,,Við getum ekki fyllt í skarðið hans. Við getum það ekki.“
Aguero skoraði mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður í dag. ,,Hann sýndi gæðin sín á 20 mínútum,“ sagði Guardiola að lokum með tárin í augunum.
"He is a special person for all of us. He is so nice. He helped me a lot. We cannot replace him. We cannot." 😢
An emotional Pep Guardiola is reduced to tears when asked about Sergio Aguero, who will leave Manchester City this summer.https://t.co/COVNqfr9Dr #MCFC pic.twitter.com/PthCDZVBhI
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 23, 2021