Erling Braut Haaland, framherji Borussia Dortmund, skipti um treyju við dómara leiksins eftir sigur liðsins gegn Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni í gær.
Leikurinn var liður í lokaumferð deildarinnar. Honum lauk 3-1 og skoraði Haaland sjálfur tvö mörk í leiknum. Dortmund lýkur leiktíðinni í þriðja sæti.
Leikurinn markaði endalok Manuel Grafe sem dómara í deildinni. Þar hefur hann starfað síðan 2004 en mun nú láta staðar numið.
Til heiðurs Grafe fór Haaland til hans eftir leik og skipti á treyjum við hann. Þetta skemmtilega augnablik má sjá hér fyrir neðan.
Referee Manuel Gräfe swapped shirts with Erling Haaland after his final Bundesliga match 😂
Brilliant moment! pic.twitter.com/6tZL3Psj0z
— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 22, 2021