Ross Barkley, leikmaður Aston Villa á láni frá Chelsea, hefur komið sér í vandræði eftir að hafa verið hent út af bar á fínu hóteli í Lundúnum í gær.
Barkley hafði drukkið mikið áfengi með félaga sínum á hótelinu. Einn gestur staðarins sagði leikmanninn hafa átt í vandræðum með að standa í lappirnar og átt erfitt með að tjá sig.
Þeim vinum var vísað á dyr um klukkan 20 og fóru. Fljótlega sneru þeir þó aftur. Öryggisverðir þurftu því að fylgja þeim út.
,,Það var hiti í þessu. Þeir fóru að rífast, næstum því að slást. Öryggisvörðurinn var að ýta þeim út,“ sagði gestur staðarins við The Sun.
Barkley og vinur hans ætluðu sér að taka leigubíl frá hótelinu en var neitað um aðgang í suma þeirra vegna ástandsins.
,,Það var sjokkerandi að atvinnumaður og enskur landsliðsmaður skyldi haga sér svona á almannafæri. Ungir aðdáendur líta upp til hans og það er ekki í lagi að haga sér svona skammarlega,“ bætti gesturinn við að lokum.