Óeirðarlögregla þurfti að hafa hemil á stuðningsmönnum Köln á meðan leik liðsins gegn Schalke stóð í lokaumferð þýsku Bundesligunnar í dag.
Mikil læti brutust út fyrir utan leikvanginn þegar útlit var fyrir að félagið væri á leið niður í B-deild. Þeim tókst þó að skora sigurmark í lok leiksins í dag og trygga sér umspil upp á það að bjarga sæti sínu í deildinni. Skrílslætin fyrir utan leikvanginn skyggðu þó á gleðina við það að skora sigurmarkið.
Flugeldum og glerflöskum var kastað í óeirðarlögreglu eftir að hún mætti á staðinn. Einhverjir voru handteknir en ekki er vitað hversu margir að svo stöddu.
Blaðamaður á staðnum sagði þetta um ástandið: ,,Handtökur og slasað fólk úti um allt. Fjöldi sjúkrabíla í notkun.“
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá látunum.