Lokaumferðin í þýsku Bundesligunni fór fram í dag. Mesta spennan var í fallbaráttunni.
Werder fallið og Köln í umspil
Werder Bremen tapaði 2-4 fyrir Gladbach. Á sama tíma unnu Köln og Arminia Bielefeld sína leiki. Það þýðir að Werder fylgir Schalke niður um deild. Köln fer í umspil við Bochum, Holstein Kiel eða Greuther Furth úr B-deildinni upp á það að bjarga sér í deildinni. Schalke, Werder og Köln eru öll stór félög í Þýskalandi.
Union Berlin í Sambandsdeildina með marki í uppbótartíma
Union Berlin gerði sér lítið fyrir og vann RB Leipzig, 2-1. Sigurmarkið skoruðu þeir í uppbótartíma og fóru þar með upp fyrir Gladbach í Evrópusæti. Þeir fara í nýju Evrópukeppnina, Sambandsdeildina (e. UEFA Conference League). Þetta er stórt fyrir Union sem komu aðeins upp í Bundesligunna árið 2019.
Bayern og Dortmund unnu
Alfreð Finnbogason spilaði stundarfjórðung í 5-2 tapi Augsburg gegn Bayern Munchen. Serge Gnabry, Joshua Kimmich, Kingsley Coman og Robert Lewandowski skoruðu allir fyrir Bayern. Sá síðastnefndi bætti markamet Gerd Muller á einu tímabili með marki sínu, 41 mark. Eitt mark þeirra var svo sjálfsmark Jeffrey Gouwleeuw.
Dortmund vann 3-1 sigur á Leverkusen. Erling Haaland gerði tvö mörk og Marco Reus eitt.
Þessir leikir skiptu litlu máli hvað stöðuna í deildinni varðar. Bayern er löngu orðið meistari og Dortmund búið að tryggja sér Meistaradeildarsæti.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið lentu í sætunum sem skipta máli í Bundesligunni 2020-2021.
Meistaradeildarsæti
Bayern Munchen, RB Leipzig, Dortmund, Wolfsburg.
Evrópudeildarsæti
Frankfurt, Bayer Leverkusen.
Sambandsdeildarsæti
Union Berlin
Fallsæti
Köln (fara í umspil upp á að bjarga sér), Werder Bremen, Schalke.