Jónas Kristinsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri KR. Hjörvar Hafliðason greindi frá þessu á Twitter.
Hann sagði starfi sínu lausu eftir formannskjör innan félagsins síðastliðinn fimmtudag. Lúðvík Georgsson vann kjörið gegn Páli Kolbeinssyni. Það má því gera ráð fyrir að Jónas hafi stutt við bakið á þeim síðarnefnda og því sagt upp eftir að úrslitin urðu ljós.
,,Það er ekki til meiri KR-ingur en Jónas,“ skrifar Hjörvar á Twitter.
Stórar fréttir úr herbúðum KR-inga. Jónas Kristinsson framkvæmdastjóri félagsins sagði upp störfum eftir formannskjör KR-inga á fimmtudag. Hann hefur greinilega stutt Pál Kolbeinsson sem tapaði fyrir Lúðvíki Georgssyni. Það er ekki til meiri KR-ingur en Jónas.
Ræðum í næsta Doc. pic.twitter.com/dJlAnDPGFJ— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2021