Marouane Fellaini vakti mikla athygli þegar hann lék með Manchester United um árið. Hann fór frá félaginu til kínverska liðsins Shadong Luneng árið 2019 og því hafði hann ákveðið að selja húsið sitt í Manchester. Húsið hefur verið á sölu um langt skeið.
Fyrst um sinn vildi Fellaini fá 2,3 milljónir punda fyrir það en að lokum seldi hann húsið á 1,7 milljón punda. 100 milljónir íslenskra króna í afslátt.
Húsið sem Fellaini var að selja er með sex svefnherbergjum. Það kemur með 7.500 fermetra garði sem varinn er með girðingu. Þá er líka lítið gestahús á lóðinni.
Í húsinu má finna innanhús sundlaug, heitan pott, líkamsrækt og gufubað. Í garðinum má svo finna annan heitan pott og nokkurs konar bar. Það er því tilvalið að fá gesti ef maður býr í húsinu.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af húsinu