„Ég hef alltaf sagt það, ég vona að við getum styrkt okkur með nokkrum leikmönnum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United þegar hann var í dag spurður um félagaskiptamarkaðinn í sumar.
Solskjær segir frá því að hann vonist til að fá 2-3 leikmenn í sumar, Harry Kane, Jadon Sancho og fleiri eru orðaðir við félagið.
Búist er við að Solskjær vilji styrkja allar línur, hið minnsta sóknar og varnarlínuna sína. „Við þurfum tvo eða þrjá leikmenn til að eiga séns á að komast ofar í töflunni, við erum of langt á eftir,“ sagði Solskjær en liðið endar í öðru sæti deildarinnar.
„Við erum að undirbúa okkur eins og venjulega.“
„Það er ekki eins og við séum bara að undirbúa okkur fyrir sumarið núna. Þetta er alltaf í gangi, við erum alltaf að skoða hópinn. Við skoðum leikmennina sem eru áfram og þá sem gætu farið.“