Það er nánast útilokað að Harry Maguire fyrirliði Manchester United verði heill heilsu þegar úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni fer fram í næstu viku.
Maguire meiddist á dögunum þegar hann skaddaði liðbönd í ökkla sínum, varnarmaðurinn er byrjaður að labba en getur ekki hlaupið.
„Hann er byrjaður að labba en það er langur vegur frá því að hlaupa. Ég held að hann verði ekki með í Gdansk,“ sagði Solskjær.
Án Maguire er varnarleikur United í molum og því fær Maguire allan þann tíma sem hann þarf til að eiga veika von.
„Ég hef sagt það áður, ég gef honum til þriðjudags til þess að ná heilsu. Það kvöldið er síðasta æfingin fyrir leik, við sjáum hvort hann eigi einhvern séns.“
„Hann er að verða betri en liðböndin taka tíma til að jafna sig. Hann er virkilega mikilvægur í klefanum okkar, algjör leiðtogi.“