Nuno Espirito Santo lætur af störfum sem stjóri Wolves á sunnudaginn eftir síðustu umferð tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.
Frá þessu greinir Woles í dag en Nuno er einn af þeim sem hefur verið orðaður við starfið hjá Tottenham.
Nuno Espirito Santo hefur stýrt Wolves í fjögur ár, hann kom félaginu aftur upp í ensku úrvalsdeildinni og gert góða hluti.
„Það verða tilfinningar í þessu á sunnudag, ég er mjög glaður með að fá stuðningsmennina aftur á Molineux. Við getum átt síðasta sérstaka augnablikið saman,“ sagði Nuno.
Manchester United heimsækir liðið í leik sem skiptir hvorugt liðið einhverju máli.
After four seasons at the club, this Sunday will be Nuno Espirito Santo’s final game in charge of Wolves.
Thank you, Nuno.
🐺
— Wolves (@Wolves) May 21, 2021