Íslendingalið voru á ferðinni í Danmörku, Frakklandi og á Englandi í kvöld.
Daníel Leó Grétarsson lék ekki með Blackpool er liðið komst í úrslit umspilsins í ensku C-deildinni. Hann hefur verið að glíma við meiðsli. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Oxford í kvöld og fer áfram þar sem það vann fyrri leikinn 3-0.
Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsóttir léku allan leikinn fyrir Le Havre er liðið vann óvæntan 1-0 sigur á Paris FC í efstu deild Frakklands. Le Havre er fallið úr deildinni og það fyrir þó nokkru síðan.
Elías Rafn Ólafsson stóð í marki Fredericia í 0-3 tapi gegn Viborg í dönsku B-deildinni. Lið hans er í fimmta sæti efri riðli (e. promotion group) deildarinnar með 44 stig. Einn leikur er eftir af tímabilinu.
Í sömu deild og sama riðli lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn fyrir Silkeborg í 3-3 jafntefli gegn Helsingör. Silkeborg hefur nú þegar tryggt sér sæti í efstu deild fyrir næsta tímabil.
Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamaður í blálokin fyrir Esbjerg í 1-2 sigri gegn Köge. Esbjerg leikur í sama riðli og áðurnefnd lið og eru í þriðja sæti. Þeir eiga þó ekki möguleika á að ná sæti í efstu deild.