Sky Sports sagði frá því í vikunni að enski sóknarmaðurinn Harry Kane hafi tilkynnt Tottenham frá því að hann vilji yfirgefa félagið í sumar. Chelsea, Manchester City og Manchester United hafa öll sett sig í samband við umboðsmann Kane og látið vita af áhuga sínum. Sky segir einnig frá því að Kane vilji helst halda sér á Englandi og þá vill hann að félagsskiptin verði klár fyrir EM sem hefst í júní.
Í fréttum kemur fram að líklegast sé að Kane fari til Manchester, City og United munu berjast um hann. Ensk blöð segja að fjögur félög hafi spurst fyrir um Kane, en um er að ræða United, City og Chelsea. Þá hefur Barcelona einnig lagt fram fyrirspurn.
Harry Kane hefur verið að ræða hlutina við Gary Neville í viðtali sem birtist í heild í dag. Þar talar hann um Kevin de Bruyne leikmann Manchester City.
„Þegar ég horfi á De Bruyne þá er hann sérstakur, mjög sérstakur leikmaður. Sumar sendingarnar sem ég sé hann senda á framherja City, þetta er draumur framherjans,“ sagði Kane.
Lofsögngur Kane um De Bruyne verður til þess að nú telja ensk blöð að hann vilji fara til Manchester City.
„Hann er magnaður, maður hefur séð þetta í mörg ár. Hann er magnaður leikmaður með boltann og án boltans er hann frábær í pressu. Hann er með einvherjar bestu sendingar í boltanum.“
Viðtalið má sjá í heild hér að neðan.