Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar í leik gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hefur verið valið það besta í aprílmánuði hjá Everton.
Markið skoraði hann með frábærri afgreiðslu eftir fyrirgjöf frá Seamus Coleman. Þess má geta að leikurinn fór 2-2.
Gylfi hefur átt gott tímabil með Everton, skorað 8 mörk og lagt upp 10 í öllum keppnum.
Hér fyrir neðan má sjá færslu Everton þar sem þeir sýna markið.
🎯 The cross
😎 The finishYour April @Davanti_Tyres Goal of the Month goes to Gylfi Sigurdsson! 👌 pic.twitter.com/LXi8DAzUPN
— Everton (@Everton) May 20, 2021