Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands hefur kynnt landsliðshóp sinn fyrir æfingaleiki gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi. Hópurinn er tvískiptum.
Arnar Þór ætlaði að kynna hóp sinn á miðvikudag en skömmu fyrir fundinn var hætt við hann, ástæðan var sú að nokkrir leikmenn duttu út húr hópnum.
Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason gefa ekki kost á sér í þetta verkefni. Þá eru Hörður Björgvin Magnússon, Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason meiddist.
Arnar Þór mun útskýra val sitt eftir helgi en náinn fjölskyldumeðlimur hans féll frá á dögunum og er útför hans um helgina.
Leikmannahópinn má sjá hér að neðan. Stjörnumerktir (*) leikmenn verða ekki með gegn Mexíkó, en koma inn í hópinn fyrir leikina við Færeyjar og Pólland. Ljóst er að ekki mun allur hópurinn sem mætir Mexíkó ferðast í leikina við Færeyjar og Pólland og verður tilkynnt eftir leikinn við Mexíkó hvaða leikmenn verða ekki með gegn Færeyjum og Póllandi.
* Leikmenn ekki með gegn Mexíkó, en koma inn í hópinn gegn Færeyjum og Póllandi.
Sjö leikmenn koma úr efstu deild karla en fimm af þeim, Brynjar Ingi Bjarnason, Ísak Óli Ólafsson, Hörður Ingi Gunnarsson, Gísli Eyjólfsson og Þórir Jóhann Helgason hafa aldrei leikið landsleik.
Ragnar Sigurðsson sem er án félags er í hópi Arnars Þórs en hópurinn er tvískipitur og munu einhverjir hellast úr lestinni eftir leikinn gegn Mexíkó. Ellefu leikmenn gætu spilað sinn fyrsta landsleik í verkefninu.
Guðmundur Þórarinsson er í hópnum en mikið hefur verið kallað eftir því að hann fái tækifæri með landsliðinu.
Markmenn
Elías Rafn Ólafsson | Fredericia
Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 8 leikir
Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson | Silkeborg IF *
Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson | Valur | 97 leikir, 3 mörk
Brynjar Ingi Bjarnason | KA
Hjörtur Hermannsson | Bröndby IF | 19 leikir, 1 mark
Hörður Ingi Gunnarsson | FH
Ísak Óli Ólafsson | Keflavík | 0 leikir
Kári Árnason | Víkingur R. | 89 leikir, 6 mörk
Kolbeinn Þórðarson | Lommel SK
Ragnar Sigurðsson | 97 leikir, 5 mörk
Rúnar Þór Sigurgeirsson | Keflavík
Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 3 leikir *
Guðmundur Þórarinsson | New York City FC | 5 leikir *
Jón Guðni Fjóluson | Hammarby | 17 leikir, 1 mark *
Valgeir Lunddal Friðriksson | Häcken *
Miðjumenn
Andri Fannar Baldursson | Bologna | 1 leikur
Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 94 leikir, 2 mörk
Aron Elís Þrándarson | OB | 5 leikir
Birkir Bjarnason | Brescia | 95 leikir, 14 mörk
Gísli Eyjólfsson | Breiðablik
Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping | 2 leikir
Stefán Teitur Þórðarson | Silkeborg IF
Þórir Jóhann Helgason | FH
Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 40 leikir, 5 mörk *
Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 7 leikir, 1 mark *
Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 7 leikir *
Rúnar Már Sigurjónsson | CFR 1907 Cluj | 32 leikir, 2 mörk *
Sóknarmenn
Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 57 leikir, 3 mörk
Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 62 leikir, 26 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen | OB | 1 leikur
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 20 leikir, 3 mörk *
Viðar Örn Kjartansson | Vålerenga | 28 leikir, 4 mörk *