5. umferð í efstu deild karla fer fram um helgina, fimm leikir á morgun og einn á laugardag. Í allt sumar mun Kristján Óli Sigurðsson úr hlaðvarpsþættinum Dr. Football etja kappi við Hörð Snævar Jónsson ritstjóra 433.is í tippkeppni.
Fyrir hverja umferð munu þeir félagar tippa á leikina í umferðinni og í lok móts verða stigin talin upp úr hattinum.
Hörður Snævar leiðir með fimm stigum eftir fjórar umferðir en Kristján Óli ber sig vel. „Núna er ég búinn að kortleggja öll liðin, ég mun því hratt og örugglega fara fram úr Herði,“ sagði Kristján Óli brattur.
Stigagjöfin:
Hárrétt úrslit – 3 stig
Rétt tákn – 1 stig
Staðan eftir fimm umferðir:
Hörður Snævar 14 – 9 Kristján Óli
Kristján Óli Sigurðsson – Höfðinginn
KA 2 – 2 Víkingur
HK 2 – 1 ÍA
Breiðablik 3 – 0 Stjarnan
Fylkir 2 – 1 Keflavík
Valur 3 – 1 Leiknir
FH 2 – 1 KR
Hörður Snævar Jónsson – Ritstjóri 433.is
KA 3 – 1 Víkingur
HK 2 – 0 ÍA
Breiðablik 2 – 1 Stjarnan
Fylkir 1 – 1 Keflavík
Valur 3 – 0 Leiknir
FH 2 – 0 KR